fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

19 ára knattspyrnumaður lést í bílslysi

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Rowe, 19 ára gamall knattspyrnumaður sem lék í ensku utandeildinni, er látinn eftir bílslys.

Rowe lék sem miðjumaður með Slough Town og var einnig á mála hjá Binfield FC.

,,Það er okkur þungbært að tilkynna það að Christian Rowe er látinn.“ Svona hófst sameiginleg tilkynning Slough Town og Binfield FC.

,,Þessar fréttir skilja alla eftir með brotin hjörtu. Leikjum hjá aðalliðum og U-23 ára liðum beggja félaga sem áttu að fara fram um helgina hefur verið aflýst.“

,,Christian var talinn einn af efnilegustu ungu leikmönnum Slough Town. Hann hefur verið frábær fyrir U-23 ára liðið á þessari leiktíð og einnig verið með aðalliðinu.“

,,Hugur okkar er hjá foreldrum, fjölskyldu og liðsfélögum hans. Við biðjum alla um að virða einkalíf fjölskyldunnar á þessum ótrúlega erfiða tíma.“

Fjöldi félaga á Englandi hefur sent fjölskyldu Rowe samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

John Terry með fast skot á Tottenham fyrir leik kvöldsins – Ætlar að mæta mínútu fyrir leik en samt skoða alla söguna

John Terry með fast skot á Tottenham fyrir leik kvöldsins – Ætlar að mæta mínútu fyrir leik en samt skoða alla söguna
433Sport
Í gær

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót
433Sport
Í gær

Gæti tekið þátt um helgina

Gæti tekið þátt um helgina
433Sport
Í gær

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM