fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Leikmenn Chelsea sendir í frí – ,,Við erum líkamlega og andlega þreyttir“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 08:30

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins segir leikmenn sína þreytta, bæði líkamlega og andlega. Chelsea gerði í gær 1-1 jafntefli gegn Brighton á útivelli og hefur ekki tekist að vinna leik í síðustu fjórum leikjum sínum.

Chelsea er sem stendur 12 stigum á eftir á toppliði Manchester City og bensínið virðist búið á tankinum hjá félaginu hvað titilbaráttu varðar.

,,Við virtumst vera þreyttir vegna þess að við erum þreyttir og við vorum að spila á móti sterku og vel undirbúnu Brighton liði,“ sagði Tuchel í viðtali eftir leik í gær.

Hann segir leikjaálagið á liðinu undanfarið hafa verið alltof mikið.

,,Ef þú horfir á dagskránna hjá okkur, hvaðan við erum að koma, þá höfum við átt erfitt uppdráttar undanfarið. Þegar að maður er þreyttur, líkamlega og andlega, reynist það erfiðara fyrir leikmenn að komast í réttar stöður og það ber á skorti á einbeitingu. Við getum séð það í leik okkar og vitum hvaðan það kemur.“

Tuchel segist sjálfur finna fyrir þreyttu þessa stundina. ,,Á einum tímapunkti situr maður í rútunni og hugsar með sér hvert við séum að stefna. Maður verður að ná aftur einbeitingu og hugsa um það hvert við ætlum, hvar við erum að spila næst og hvenær næsti fundur sé á dagskrá.“

Tuchel hélt síðan áfram að tjá sig um leikjaálagið. ,,Þetta hefur verið svona síðan í nóvember. Við erum lið sem spilar og spilar og spilar, við erum farnir að finna fyrir því, að sjálfsögðu.“

Hann uppljóstraði þá um ákvörðun sína um að leikmenn Chelsea fái frí næstu tvo daga til að ná almennilegri endurheimt áður en liðið undirbýr sig fyrir leik gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Í gær

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn
433Sport
Í gær

Útskýra ummæli Ratcliffe þar sem hann virtist hrauna yfir unglingastarfið

Útskýra ummæli Ratcliffe þar sem hann virtist hrauna yfir unglingastarfið