fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Gary Neville hvetur ensku úrvalsdeildina til að hætta frestun leikja

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 17. janúar 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og knattspyrnuspekingur, vill að enska úrvalsdeildin hætti frestun leikja. Þetta sagði hann á samfélagsmiðlum sínum rétt í þessu.

Leikjum heldur áfram að vera frestað í ensku úrvalsdeildinni vegna kórónuveirufaraldursins. Alls var 16 leikjum frestað í desember og þremur hefur verið frestað í janúar hingað til.

Félög geta lagt fram beiðni um að fresta leik ef mikið er um meiðsli eða smit í leikmannahópnum. Í reglum ensku úrvalsdeildarinnar segir að leik verði einungis frestað ef lið getur ekki telft fram 13 útileikmönnum auk markmanns.

Óvíst er um framhaldið en Neville vill meina að það hefði átt að hætta við frestun leikja frá og með 1. janúar 2022.

„33 leikmenn og meðlimir þjálfararteymis hafa greinst jákvæðir með Covid af þeim 13.600 manns sem fóru í sýnatöku. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig málum er háttað á milli leikmanna og þjálfara en það er ljóst að við verðum að hætta að fresta leikjum. 1. janúar hefði átt að vera síðasta dagsetningin sem leyfilegt var að fresta. Koma svo,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum Twitter og merkti ensku úrvalsdeildina og ensku knattspyrnudeildina í færlsuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“