fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Ætlar að bíða fram á sumar með að taka ákvörðun

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 17. janúar 2022 20:45

Dusan Vlahovic. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Dusan Vlahovic ætlar að bíða fram á sumar með að taka ákvörðun um næsta skref á atvinnumannaferli sínum í fótbolta.

Serbinn er mikið eftirsóttur um þessar mundir. Hann leikur með Fiorentina á Ítalíu en samkvæmt Sky Italy er félagið opið fyrir því að selja hann í janúarglugganum.

Vlahovic á 18 mánuði eftir á samningi sínum við ítalska liðið og vill félagið fá gott verð fyrir hann. Vlahovic jafnaði markamet Cristiano Ronaldo á Ítalíu þegar hann skoraði samtals 33 mörk á einu ári í fyrra.

Arsenal er eitt þeirra félaga sem hefur áhuga á framherjanum en samkvæmt heimildumönnum á Ítalíu vill Vlahovic helst fara til félags sem leikur í Meistaradeild Evrópu.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði á dögunum að félagið hefði enn mikið aðdráttarafl fyrir leikmenn í heimsklassa. „Sögulega séð hefur félagið alltaf sóst eftir bestu leikmönnunum og besti leikmennirnir hafa alltaf sóst eftir því að koma hingað,“ sagði hann.

Ég tel stöðuna ekki breytta. Þetta er einn helsti styrkleiki okkar. Leikmenn hafa alltaf verið viljugir að koma þegar ég hef rætt við þá. Ég hef aldrei upplifað neitt annað. Það er mikill kostur fyrir okkur að geta laðað til okkar leikmenn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot