fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Harrison fór á kostum – Þægilegt hjá Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 16:07

. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool vann þægilegan sigur á Brentford. Leikið var á Anfield. Þeir leiddu 1-0 í hálfleik þökk sé marki Fabinho skömmu fyrir leikhlé.

Í seinni hálfleik voru heimamenn áfram með völdin á vellinum. Alex Oxlade-Chamberlain kom þeim í 2-0 á 69. mínútu áður en Takumi Minamino innsiglaði 3-0 sigur.

Liverpool er í öðru sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir Manchester City en á leik til góða. Brentford er í fjórtánda sæti með 23 stig.

Á sama tíma vann Leeds sigur á West Ham í markaleik. Leikið var á London Stadium.

Jack Harrison fór á kostum fyrir Leeds í leiknum. Hann kom þeim yfir á 10. mínútu. Jarrod Bowen jafnaði fyrir heimamenn á 34. mínútu. Harrison svaraði með öðru marki um hæl.

Pablo Fornals jafnaði metin að nýju snemma í seinni hálfleik. Harrison var hins vegar á ferðinni með sigurmark Leeds eftir klukkutíma leik. Lokatölur 2-3.

West Ham er í fjórða sæti deildarinnar, 2 stigum á undan Arsenal en hefur leikið tveimur leikjum meira. Leeds er í fimmtánda sæti með 22 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona