fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Eru allt annað en sátt með útspil erkifjendanna og hjóla í þá í yfirlýsingu – ,,Erum kannski að sjá afleiðingar þessarar reglu“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 10:52

Frá heimavelli Tottenham. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leik Tottenham og Arsenal sem átti að fara fram í dag var í gær frestað vegna mikilla forfalla í leikmannahópi síðarnefnda liðsins.

Vegna kórónuveirusmita, meiðsla leikmanna og fjarveru þeirra leikmanna sem eru með landsliðum sínum í Afríkukeppninni sótti Arsenal um frestun.

Þetta hefur verið gagnrýnt af mörgum og vilja einhverjir meina að Arsenal sé að nýta sér reglur ensku úrvalsdeildarinnar um frestun á leikjum vegna kórónuveirusmita þó svo að hópurinn sé aðallega þunnskipaður af öðrum ástæðum.

Deildin setti þó á þær reglur að kórónuveirusmit, ásamt meiðslum, væri næg ástæða til þess að sækja um frestun á leikjum.

Hjá Tottenham er fólk allt annað en sátt við þetta. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Þar minnist það meðal annars á þá staðreynd að Tottenham hafi verið dæmt úr leik í Sambandsdeild UEFA þar sem félagið hafi ekki fengið leik frestað vegna smita.

Yfirlýsing Tottenham

Við þurfum því miður að tilkynna að Norður-Lundúnaslagnum við Arsenal hefur verið frestað. Þetta kemur í kjölfar þess að Arsenal sótti um frestun hjá ensku úrvalsdeildinni vegna kórónuveirusmita, meiðsla og leikmanna sem eru í burtu í Afríkukeppninni.

Við erum mjög hissa yfir því að beiðni þeirra hafi verið samþykkt. Við vorum dæmdir úr leik í Sambandsdeildinni þar sem fjöldi kórónuveirusmita innan okkar herbúða gerði það að verkum að við þurftum að fresta leik. Beiðni okkar um að færa leik gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni vegna þess var hafnað – Svo var að vísu samþykkt að fresta leiknum eftir að Leicester sótti um það. 

Upprunalegi tilgangur þessa reglna var til að hjálpa liðum sem væru með mörgu kórónuveirusmit og að hópar þærra væru þunnskipaðir vegna þeirra og meiðsla sem fyrir væru í hópnum. Við héldum ekki að þetta ætti að vera til þess að hjálpa liðum sem vantaði leikmenn ótengt Covid. Nú erum við kannski að sjá ómeðvitaðar afleiðingar þessarar reglu.

Það er mikilvægt að reglurnar og línan sé skýr. Þrátt fyrir það eru plön stuðningsmanna enn og aftur eyðilögð með óásættanlega stuttum fyrirvara. 

Enn og aftur munum við senda mat til þeirra sem þurfa þess til að koma í veg fyrir óásættanlega matarsóun. Við finnum svo til með stuðningsmönnum okkar sem hafa sumir ferðast langar vegalengdir til að mæta á leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði