fbpx
Föstudagur 28.janúar 2022
433Sport

Klopp „mjög vongóður“ um samningsmál Salah

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist „mjög vongóður“ um að Mohamed Salah framlengi samning sinn við félagið áður en tímabili lýkur.

Salah, sem er 29 ára gamall, segir að framtíð hans sé í höndum Liverpool og að hann sé ekki að biðja um neitt klikkað, en samkvæmt fréttum á Englandi vill Egyptinn fá 300 þúsund pund í laun á viku.

Ég veit að Mo vill vera áfram. Við viljum hafa hann áfram hjá okkur. Við erum ekki komin lengra en það. Þetta tekur tíma,“ sagði Klopp.

Ég held að við séum á góðri leið. Stuðningsmennirnir eru ekki eins örvæntingarfullir og fjölmiðlar. Ég er mjög vongóður. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur; þetta er allt í ferli,“ bætti hann við.

Salah hefur skorað 148 mörk í 229 leikjum með Liverpool síðan hann kom frá Roma sumarið 2017. Hann var hluti af liðinu sem vann Meistaradeildina árið 2019 og batt enda á 30 ára Englandsmeistaratitlaþurrð tímabilið þar á eftir.

Klopp sagði að umboðsmaður Salah hefði aukin áhrif á viðræður. . „Það er svo margt sem þarf að semja um. Það er þriðji aðili líka, með umboðsmanninum,“ sagði hann.

Ramy Abbas Issa, umboðsmaður Salah, vakti athygli á samfélagsmiðlum í ágúst þegar hann sendi frá sér tístið: „Ég vona að þið séuð að horfa“, en þar átti hann víst við frammistöðu Salah gegn Norwich þar sem hann var valinn maður leiksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrt að Sævar ætli í slaginn við Vöndu

Fullyrt að Sævar ætli í slaginn við Vöndu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool hafnar tilboðum í Minamino

Liverpool hafnar tilboðum í Minamino
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarna Chelsea gómuð á stefnumótaforriti í æfingaferð – Kona og barn í London

Stjarna Chelsea gómuð á stefnumótaforriti í æfingaferð – Kona og barn í London
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool að rífa fram 50 milljónir punda – Tottenham taldi sig vera með Diaz

Liverpool að rífa fram 50 milljónir punda – Tottenham taldi sig vera með Diaz
433Sport
Í gær

KSÍ hafði samband fyrir átta dögum – Klásúla í samningi Jóhannesar sem var virkjuð

KSÍ hafði samband fyrir átta dögum – Klásúla í samningi Jóhannesar sem var virkjuð
433Sport
Í gær

FH staðfestir kaup á Finni Orra frá Breiðablik

FH staðfestir kaup á Finni Orra frá Breiðablik