Federico Pastorello, umboðsmaður miðjumannsins Arthur, hefur tjáð sig um af hverju leikmaðurinn hefur farið hægt af stað á Anfield.
Arthur gekk í raðir Liverpool frá Juventus undir lok sumargluggans en hefur hingað til aðeins leikið einn leik fyrir liðið.
Brassinn spilaði minna en 15 mínútur er Liverpool tapaði 4-1 gegn Napoli í Meistaradeildinni.
Pastorello segir að Arthur sé enn að vinna í því að koma sér í stand en hann var lánaður til Liverpool frá Juventus.
,,Arthur spilaði mjög lítið á síðasta ári og svo þurfti hann að fara í aðgerð í júní og missti af undirbúningstímabilinu,“ sagði Pastorello.
,,Hann var ekki inni í myndinni hjá Juventus og fékk ekki að æfa með aðalliðinu, það er eðlilegt að hann hafi þurft á frekari æfingu að halda.“
,,Munurinn á Englandi og Ítalíu er gríðarlegur, við þurftum að koma honum í sama líkamlega stand og liðsfélagarnir.“