Paul Pogba samdi við Juventus í sumar en hann yfirgaf einmitt félagið fyrir Manchester United árið 2016.
Pogba var þar að snúa aftur til Manchester en náði aldrei að standast væntingar eftir að hafa kostað 89 milljónir punda.
Frakkinn viðurkennir að hlutirnir hafi ekki gengið nógu vel á Old Trafford og taldi rétta skrefið vera að snúa aftur til Ítalíu.
Pogba var frábær fyrir Juventus áður en hann hélt til Englands á ný og er vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins.
,,Ég tel að það hafi verið hjartað sem tók ákvörðunina um að snúa aftur til Juventus. Þetta var líka mögulega rétti tíminn,“ sagði Pogba.
,,Undanfarin þrjú ár í Manchester þá var ég mikið meiddur en hlutirnir gengu ekki upp eins og ég hefði viljað, það er ekkert leyndarmál.“
,,Þetta var góð áskorun fyrir bæði mig og Juventus, kannski var þetta rétti tíminn að koma aftur saman og reyna að koma liðinu á rétta braut.“