Ibrahima Konate, leikmaður Liverpool, er byrjaður að æfa að fullu á ný eftir tvo mánuði frá vegna meiðsla.
Franski landsliðsmaðurinn meiddist þann 31. júlí er Liverpool lék gegn Strasbourg á undirbúningstímabilinu.
Konate kostaði Liverpool 36 milljónir punda á sínum tíma en hann kom til félagsins frá RB Leipzig.
Möguleiki er á að Konate spili gegn Brighton á laugardaginn sem væri mikill liðsstyrkur fyrir Liverpool.
Konate er 23 ára gamall og hefur alls spilað 29 leiki fyrir Liverpool síðan hann kom í fyrra.