fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Heimir Guðjóns og Höddi Magg tóku þátt í skákmóti Blush – Ritstjórinn fékk titrara að launum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. september 2022 13:30

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skákmót Blush í samstarfi við hlaðvarpsþáttinn Chess after Dark fór fram á Dalvegi í gær en margt var um manninn. Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, setti mótið og síðan fékk skákstjórinn mótsins, Róbert Lagerman, orðið. Hann fór stuttlega yfir reglur og sagðist svo vona að mótið myndi ganga smurt. Gall þá í Gerði að nóg væri til af sleipiefni í búðinni og uppskar hún mikil hlátrasköll.

Athygli vakti að Heimir Guðjónsson fyrrum þjálfari Vals var mættur að tefla og með í för var vinur hans, Hörður Magnússon.

Mynd/Valli

Heimir var rekinn úr starfi sem þjálfari Vals í sumar en Hörður starfar í dag hjá Viaplay.

Mynd/Valli

Heimir og Hörður áttu fína spretti á mótinu samkvæmt heimildarmönnum en náði ekki í verðlaunasæti. Sigurvegari mótsins var ungstirnið Vignir Vatnar Stefánsson, næsta stórmeistaraefni Íslands, og í öðru sæti varð stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson, Björn Þorfinnsson ritstjóri DV endaði í þriðja sæti mótsins.

Eins og aðrir verðlaunahafar fór ritstjórinn heim með gnægð smokka, titrara og gjafabréf í verslunina.

Mynd/Valli
Mynd/Valli
Björn Þorfinnsson, Vignir Vatnar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Í gær

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing