Valur hefur látið Ólaf Jóhannesson vita að hann verði ekki áfram þjálfari Vals á næstu leiktíð. Fótbolti.net segir frá.
Einnig segir að Helgi Sigurðsson og Haraldur Hróðmarsson aðstoðarmenn hans verði einnig látnir taka poka sinn.
Samningur Ólafs við Val rennur út eftir tímabilið en hann var ráðinn til starfa í sumar eftir að Heimir Guðjónsson var rekinn úr starfi.
Arnar Grétarsson er að taka við Val en KA rak Arnar úr starfi eftir að ljóst var að hann tæki við þjálfun Vals.
Valur situr í fjórða sæti Bestu deildarinnar en Ólafur klárar tímabilið við stjórnvölin.