Atletico Madrid á Spáni er að skoða þann möguleika að fá markmanninn David de Gea aftur í sínar raðir.
Frá þessu greina ensk götublöð en De Gea er í dag aðalmarkvörður Manchester United og verður samningslaus næsta sumar.
De Gea hefur legið undir töluverðri gagnrýni á Old Trafford en fólk virðist alls ekki vera sammála um það hvort hann sé nógu góður fyrir liðið eða ekki.
De Gea þykir mjög góður í að verja skot en þykir að sama skapi ekki nógu ógnvekjandi í teignum og er boltameðferð hans ekki sú besta.
Jan Oblak er í dag aðalmarkvörður Atletico en hann er talinn vera nokkuð ósáttur og gæti viljað komast burt á næsta ári.
De Gea er uppalinn hjá Atletico og lék með aðalliðinu frá 209 til 2011 áður en Man Utd festi kaup á honum undir stjórn Sir Alex Ferguson.