FH og Víkingur Reykjavík mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á laugardag. Þjálfarar og fyrirliðar komu saman í Laugardal í dag.
Það vakti athygli að þegar þjálfarar liðanna, Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Gunnlaugsson, stilltu sér upp með bikarnum sjálfum að Eiður vildi ekki snerta hann.
Eiður var spurður út í þetta í viðtali við 433.is í Laugardal.
„Ég skal halda á honum eftir leik,“ svaraði kappinn léttur.
Leikur FH og Víkings hefst klukkan 16 á laugardag á Laugardalsvelli.
Nánara viðtal við Eið birtist hér á vefnum síðar í dag.