Karim Benzema, mikilvægasti leikmaður Real Madrid, meiddist gegn Celtic í Meistaradeildinni fyrr í þessum mánuði og hefur ekki spilað síðan.
Benzema byrjaði tímabilið vel með Real og skoraði fjögur mörk í fyrstu sex leikjum sínum fyrir liðið.
Talið var að Frakkinn yrði frá í allt að sex vikur en hann segist nú vera klár í slaginn og vill spila gegn Osasuna á sunnudag.
Benzema var ekki til taks er franska landsliðið spilaði í Þjóðadeildinni í vikunni en hann sjálfur segist vera heill heilsu í dag.
,,Ég er ánægður með að fá að æfa aftur með liðinu. Tíminn hefur liðið og ég hef náð að eiga undirbúningstímabil,“ sagði Benzema.
,,Mér líður mjög vel og þægilega. Ég vil fá að spila á sunnudaginn.“