Miðvörðurinn Kostas Manolas er genginn í raðir Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann var kynntur til leiks með athyglisverðu myndbandi.
Grikinn kemur til Sharjah eftir stutt stopp hjá Olympiacos í heimalandinu. Hann var þar áður hjá Napoli í þrjú ár og Roma í fimm ár.
Er Manolas var kynntur til leiks hjá Sharjah var ljón með honum á myndinni.
Nú er í dreifingu myndband sem skyggnist á bakvið tjöldin á kynningu Manolas.
Þar má sjá að leikmanninum stendur alls ekki á sama og er logandi hræddur við ljónið.
Sjón er sögu ríkari. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
UAE club Sharjah introduced new signing Kostas Manolas as a "Greek warrior" and part of his presentation theme included posing alongside an actual lion…not for the faint hearted. pic.twitter.com/67GUPRHIyv
— Colin Millar (@Millar_Colin) September 28, 2022