Valur heimsækir Slavia Prag í seinni leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu nú klukkan 13 að íslenskum tíma.
Valskonur töpuðu fyrri leiknum 0-1 á Hlíðarenda og eiga því á brattann að sækja í dag.
Tomas Soucek, leikmaður West Ham á Englandi, sendi liði Slavia baráttukveðjur á Twitter í gær.
Tékkinn kom til West Ham frá Slavia árið 2020. Hann styður því sínar konur gegn Val á eftir.
Kveðjuna sem hann sendi má sjá hér að neðan.
Tomáš Souček a Standa Tecl přejí @slaviazeny hodně štěstí a zároveň Vás zvou na zítřejší odvetu proti Valuru na Xaverově! Díky kluci, ať se Vám dnes daří! 🍀❤️ #UWCL @ceskarepre_cz @slaviaofficial pic.twitter.com/4HGIxPNkJu
— SK Slavia Praha ženy (@SlaviaZeny) September 27, 2022