Það kom upp furðulegt atvik í leik Argentínu og Jamaíka í Bandaríkjunum í nótt.
Um var að ræða vináttulandsleik, en þetta var jafnframt fyrsti leikur Heimis Hallgrímssonar sem þjálfari Jamaíka.
Það var Julian Alvarez sem sem kom Argentínu yfir strax á 13. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Lionel Messi byrjaði á varamannabekknum en kom inn á 56. mínútu. Hann bætti við tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili undir lok leiks og innsiglaði 3-0 sigur Argentínu.
Eftir að Messi skoraði annað marka sinna komst stuðningsmaður inn á völlinn. Hann bað stórstjörnuna um að árita bakið á sér, eitthvað sem Messi var til í að gera.
Þá komu hins vegar öryggisverðir á svæðið og tækluðu manninn. Þeir voru hins vegar nálægt því að tækla Messi í leiðinni.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Messi almost gets tackled by security while signing a fans back 😭 pic.twitter.com/HEX8W8UB5T
— ym🏴 (@KieranCFC88) September 28, 2022