Ef marka má Lengjuna er vont kvöld í vændum fyrir íslensku landsliðin í fótbolta. Bæði A-landslið karla og U21 árs landsliðið spila í dag.
A-landsliðið mætir Albaníu í Þjóðadeild karla og getur ekki unnið riðil sinn á meðan U21 árs liðið er í umspili um laust sæti á EM.
Sjö leikmenn sem gjaldgengir eru í U21 liðið eru í A-landsliðinu en Arnar Þór Viðarsson þjálfari A-liðsins tók þá ákvörðun að halda í þá leikmenn.
U21 liðið tapaði heimaleiknum 1-0 en mætir Tékklandi á útivelli í kvöld. Samkvæmt stuðlum Lengjunnar er ólíklegt að Ísland vinni leikinn.
Sama má segja um A-landslið karla sem er talið ólíklegt til þess að ná árangri í Tirana í Albaníu.
Stuðlana fyrir leikinn má sjá hér að neðan.