Trent Alexander-Arnold komst ekki í 23 manna hóp Englands gegn Þýskalandi í gær. Hann var ónotaður varamaður fyrir helgi í leik gegn Ítalíu.
Það virðist standa tæpt að Alexander-Arnold komist í hóp Gareth Southgate fyrir Heimsmeistaramótið í Katar.
Alexander-Arnold hefur ekki verið í miklu uppáhaldi hjá Southgate frá því að hann tók við lioðinu.
„Við erum með stóran hóp og höfum fjóra hægri bakverði sem hafa allir frábæra hæfileika,“ sagði Southgate eftir 3-3 jafntefli við Þýskaland á Wembley í gær.
„Kirean Trippier er að spila frábærlega og Reece James hefur verið einn sá besti í ensku deildinni í byrjun tímabils.“
„Trent er mjög góður leikmaður og vegna þess komst hann í hópinn hjá okkur.“