fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Eiður Smári segir landsliðið á hárréttri leið undir stjórn Arnars – „Höldum að það gerist á tveggja ára fresti og það verði partí öll sumur“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen telur að íslenska karlalandsliðið sé á réttri leið undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Eiður var aðstoðarþjálfari liðsins með Arnari þar til í lok síðasta árs.

Eiður, sem er þjálfari karlaliðs FH, er gestur í nýjasta þætti Steve Dagskrá. Þar var hann meðal annars spurður út í þróunina á landsliðinu.

„Mér finnst hún hárrétt. Ef við horfum blákalt á stöðuna og hvar við vorum fyrir einu og hálfu, tveimur árum síðan. Það hefur orðið algjör yfirhalning á liðinu,“ segir Eiður.

Arnar hefur legið undir harðri gagnrýni frá stórum hluta íslensku þjóðarinnar. Margir lykilmenn hafa horfið á braut undanfarið, margir hverjir vegna utanaðkomandi mála sem Arnar hefur lítið um að segja.

Í kjölfarið hefur árangurinn ekki verið sá besti. Liðið er hins vegar í uppbyggingu.

„Hversu oft höfum við heyrt „það þarf bara að spila ungum leikmönnum“? Svo þegar það gerist þá viljum við að þeir vinni allt strax af því við erum svo góðu vön, að hafa farið á tvö stórmót í allri okkar fótboltasögu. Við höldum að það gerist á tveggja ára fresti og það verði partí öll sumur,“ segir Eiður.

„Það er ekkert lið sem ræður við það, hvað þá landslið frá 360 þúsund manna þjóð, að taka út sex byrjunarliðsleikmenn út á sama tíma. Við sjáum stærstu félagslið í heimi, eins og Barcelona, enginn Xavi, enginn Iniesta lengur. Hvað er búið að gerast? Það þarf bara smá tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili
Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Í gær

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Í gær

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“