Sarah Kelly, móðir fjórtán ára einhverfs drengs sem lenti í leiðindaatviki af hálfu Cristiano Ronaldo vor, vill að Portúgalanum verði refsað með viðeigandi hætti.
Ronaldo var pirraður eftir 1-0 tap gegn Everton í vor. Þegar leikmenn gengu af velli virtist Ronaldo slá einhverju frá sér. Það var síðar staðfest að það var sími hins 14 ára gamla Jacob.
Ronaldo baðst síðar afsökunar á atvikinu og sagðist geta boðið Jacob á leik á Old Trafford. Móðir drengsins hefur ekki samþykkt það hingað til og hefur áður sakað leikmanninn um stæla í samskiptum sínum við hana.
Fyrir helgi var Ronaldo ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir athæfið.
„Ég vona að hann fái loks refsinguna sem hann á skilið. Hann má ekki komast upp með þetta áfram. Hegðun hans er óásættanleg,“ segir Kelly.
„Það hefði átt að takast á við þetta fyrir sex mánuðum síðan. Sonur minn talar um það sem gerðist á hverjum degi. Hann hefur ekki enn fengið símann sinn aftur.“