Chelsea hefur mikinn áhuga á Luke Harris, leikmanni Fulham, og er til í að eyða háum fjárhæðum í hann.
Harris er aðeins 17 ára gamall. Samkvæmt Mirror er Chelsea hins vegar tilbúið að borga 30 milljónir punda fyrir hann. Það vekur mikla athygli þegar aldur leikmannsins er tekinn inn í myndina.
Harris spilar fyrir U-21 árs lið Fulham. Hann hefur spilað einn leik fyrir aðalliðið. Sá kom í deildabikarnum í 2-0 tapi gegn Crawley.
Harris er velskur og hefur spilað fyrir U-18 og U-19 ára landslið þjóðarinnar.