Breiðablik tapaði sínum fjórða leik í sumar í Betu deild kvenna í dag er liðið heimsótti Selfoss.
Blikar hafa barist við Val um toppsætið í sumar en Valur tryggði sér þó Íslandsmeistaratitilinn í gær með sigri á Aftureldingu.
Ljóst var að Breiðablik átti ekki lengur möguleika á titlinum og tapaði viðureign dagsins 2-0.
Stjarnan getur nú farið upp fyrir Blika ef liðið vinnur Stjörnuna í næsta leik en tvö stig skilja liðin að.
Tveir aðrir leikir fóru fram en Þróttur fór illa með KR 5-0 og ÍBV vann lið Keflavíkur, 2-1.
KR er á botninum með aðeins sjö stig og hefur nú fengið á sig 62 mörk í sumar.
Selfoss 2 – 0 Breiðablik
1-0 Miranda Nild(’32)
2-0 Bergrós Ásgeirsdóttir(’73)
Þróttur R. 5 – 0 KR
1-0 Sæunn Björnsdóttir(‘5)
2-0 Jelena Tinna Kujundzic(‘8)
3-0 Danielle Julia Marcano(’15)
4-0 Íris Dögg Gunnarsdóttir(’77, víti)
5-0 Brynja Rán Knudsen(’90)
Keflavík 1 – 2 ÍBV
0-1 Ameera Hussen(’40)
0-2 Viktorija Zaicikova(’41)
1-2 Anita Lind Daníelsdóttir(’72)