Ísland á ekki möguleika á að vinna riðil sinn í Þjóðadeildinni eftir leik Ísraels og Albaníu í kvöld.
Ísrael vann heldur betur dramatískan sigur á heimavelli en lokatölur voru 2-1.
Albanía jafnaði metin á 88. mínútu í 1-1 í kvöld áður en Ísrael komst yfir þegar 92 mínútur voru komnar á klukkuna.
Ísrael situr á toppnum í riðli 2 B-deildarinnar með átta stig efgtir fjóra leiki.
Ísland á ekki möguleika á að ná toppsætinu og er með þrjú stig þegar leikur við Albaníu er framundan.
Ísland er þó taplaust eftir þrjá leikina en liðið hefur gert jafntefli í öllum þremur viðureignunum.