Það kom mörgum á óvart í sumarglugganum þegar Chelsea samdi við miðjumanninn öfluga Denis Zakaria frá Juventus.
Zakaria skrifaði undir lánssamning við Chelsea út tímabilið en hann heyrði fyrst í enska liðinu sex tímum fyrir gluggalok.
Zakaria segir sjálfur frá því að Chelsea hafi ekki verið eina liðið sem sýndi sér áhuga en Liverpool opnaði einnig viðræður.
Til þessa hefur Zakaria enn ekki leikið leik fyrir Chelsea en hann ákvað að halda til Lundúna frekar en að reyna við skiptin til Liverpool.
,,Ég heyrði af áhuga Liverpool frá umboðsmanni mínum en að lokum þá kaus ég Chelsea,“ sagði Zakaria.
,,Þetta gerðist allt svo hratt. Ég vissi ekki að skipti til Chelsea væru möguleg fyrr en sex klukkutímar voru eftir af glugganum.“