fbpx
Fimmtudagur 02.febrúar 2023
433Sport

Toney ekki með í kvöld – Fjórir aðrir uppi í stúku í leiknum mikilvæga

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2022 11:00

Ivan Toney / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivan Toney verður ekki með enska landsliðinu gegn Ítalíu í Þjóðadeildinni í kvöld samkvæmt helstu miðlum á Englandi.

Framherjinn var valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn í síðustu viku. Hann verður hins vegar einn af fimm leikmönnum sem verða ekki með gegn Ítalíu í kvöld.

Hinir eru Marc Guehi, Ben Chilwell, Jordan Henderson og John Stones, sem er þó í banni.

Toney hefði getað valið að spila fyrir lærisveina Heimis Hallgrímssonar í Jamaíka vegna fjölskyldutengsla þar. Hann hefur þó tekið ákvörðun um að leika fyrir hönd Englands, þar sem hann fæddist, í landsliðaboltanum.

England mætir Þýskalandi á mánudag. Vonast Toney til að fá sénsinn til að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Englands hönd þar.

Enska liðið er á botni riðils síns í A-deild Þjóðadeildarinnar, þremur stigum á eftir Ítölum. Liðið getur því fallið niður í B-deild með tapi í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður Arsenal tók fram úr Neymar og Mbappe

Leikmaður Arsenal tók fram úr Neymar og Mbappe
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kveðst hafa nýtt hlutverk fyrir Sancho sem var að snúa aftur

Kveðst hafa nýtt hlutverk fyrir Sancho sem var að snúa aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað: Vinurinn kastaði köku í frægan gest – Þeir hefðu aldrei getað séð viðbrögð hans fyrir

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað: Vinurinn kastaði köku í frægan gest – Þeir hefðu aldrei getað séð viðbrögð hans fyrir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Snorri velur hóp til æfinga

Davíð Snorri velur hóp til æfinga
433Sport
Í gær

Eru gjörsamlega brjálaðir út í þá fyrir vinnubrögðin í gær

Eru gjörsamlega brjálaðir út í þá fyrir vinnubrögðin í gær
433Sport
Í gær

Þrjár mögulegar útgáfur af byrjunarliði Manchester United eftir komu Sabitzer

Þrjár mögulegar útgáfur af byrjunarliði Manchester United eftir komu Sabitzer