Hallgrímur Jónasson hefur skrifað undir saming við KA næstu þrjú árin og mun þjálfa liðið í efstu deild.
Þetta kemur fram í frétt KA í kvöld en Arnar Grétarsson hefur því látið af störfum sem þjálfari liðsins.
Arnar náði virkilega góðum árangri sem þjálfari KA en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum síðan.
Hallgrímur hefur unnið sem aðstoðarmaður Arnars hjá KA og var talinn eðlilegur arftaki hans hjá félaginu.
Arnar staðfesti það í samtali við RÚV í kvöld að hann væri búinn að ná munnlegu samkomulagi við annað félag.
Allar líkur eru á að það félag sé Valur en Ólafur Jóhannesson mun yfirgefa liðið í lok tímabils.