fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Söguleg stund í ensku úrvalsdeildinni – Yngsti leikmaðurinn í sögu keppninnar

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. september 2022 13:00

Nwaneri kemur inn á í sínum fyrsta leik. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vann afar sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Brentford í fyrri leik dagsins.

Aðeins tveir leikir eru spilaðir í dag en sá síðari hefst klukkan 13:15 er Everton tekur á móti West Ham.

Lundúnarslagur Brentford og Arsenal var þó fyrstur á dagskrá þar sem það síðarnefnda vann mjög góðan útisigur.

Arsenal hafði betur 3-0 í þessum leik þar sem Gabriel Jesus var á meðal markaskorara.

Jesus gerði annað mark Arsenal í leiknum en þeir William Saliba og Fabio Vieira komust einnig á blað.

Arsenal er komið aftur á toppinn með þessum sigri og er einu stigi á undan bæði Manchester City og Tottenham.

Leikmaður að nafni Ethan Nwaneri skráði sig í sögubækurnar í dag og varð yngsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar.

Þessi ungi maður er fæddur árið 2007 og er aðeins 15 ára og 181 daga gamall sem er magnað afrek.

Nwaneri fékk ekki margar mínútur en hann kom við sögu þegar 92 mínútur voru komnar á klukkuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Í gær

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum