fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Aron Einar snýr aftur í íslenska landsliðið

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. september 2022 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson snýr aftur í íslenska karlalandsliðið fyrir komandi leiki gegn Venesúela og Albaníu síðar í mánuðinum. Þetta herma heimildir 433.is, en mbl.is greindi fyrst frá.

Ísland mætir Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki eftir slétta viku. Fimm dögum síðar keppir liðið gegn Albaníu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA.

Arna Þór Viðarsson landsliðsþjálfari mun formlega tilkynnna um leikmannahópinn síðar í dag.

Aron Einar hafði borið fyrirliðabandið í landsliðinu um árabil. Hann hefur þó ekki spilað fyrir hönd þjóðarinnar í meira en ár vegna máls á hendur honum.

Ríkissaksóknari staðfesti hins vegar niðurfellingu hérðassaksóknara í meintu nauðgunarmáli hans í Kaupmannahöfn árið 2010 niður í síðasta mánuði. KSÍ hefur sett reglur sem heimila val á leikmönnum í slíkum aðstæðum.

Aron Einar er á mála hjá Al Arabi í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu