fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Engan bilbug að finna á þjálfaranum þrátt fyrir 9-0 tap í Víkinni – „Leiknishjartað stækkaði um helming í gær“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 10:20

Strákarnir hans Sigga Höskulds unnu mikilvægan sigur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir Reykjavík mátti þola 9-0 tap gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla í gær.

Það er þó engan bilbug að finna á Sigurði Heiðari Höskuldssyni, þjálfara Leiknis, þrátt fyrir tapið.

Leiknir er enn í hörkubaráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Sigurður segir markmiðin skýr. Hann sendi stuðningsmönnum liðsins skilaboð á Twitter nú fyrir stuttu.

„Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær,“ skrifar Sigurður.

„Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.“

Leiknir er í neðsta sæti Bestu deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum á eftir FH, sem er í tíunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina