fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Lengjudeildin: Fylkir á leið í Bestu deildina – Þróttur fallið eftir skelfilegt sumar

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 21:11

Úr leik hjá Fylki. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkismenn eru nánast búnir að tryggja sér sæti í Bestu deild karla á nýjan leik eftir viðureign við HK sem fór fram í Kórnum í kvöld.

Um var að ræða tvö efstu lið deildarinnar en tvo stig skildu þau að á toppnum fyrir leikinn.

Mathias Laursen skoraði bæði mörk Fylkis í frábærum 2-0 útisigri sem þýðir að liðið er með fimm stiga forskot á toppnum þegar fjórar umferðir eru eftir.

Grótta er í þriðja sætinu með 31 stig, 11 stigum frá Fylki en liðið vann Þór á sama tíma 1-0 þar sem sjálfsmark tryggði sigurinn.

Þróttur Vogum er fallið niður í 2. deildina en liðið tapaði 3-0 gegn Aftureldingu og er enn með aðeins sex stig á botninum.

Þróttur hefur unnið aðeins einn leik í allt sumar og er með markatöluna -38 sem er skelfilegur árangur.

Ljóst er að KV mun fylgja Þrótturum niður um deild en liðið er 12 stigum frá öruggu sæti þegar einmitt 12 stig eru eftir í pottinum.

KV spilaði við Grindavík í kvöld og tapaði 3-1 eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks.

Kórdrengir unnu þá lið Selfoss 1-0 á Selfossi og Vestri fór illa með Fjölni og vann 4-1 sigur.

HK 0 – 2 Fylkir
0-1 Mathias Laursen(’73)
0-2 Mathias Laursen(’81)

Grótta 1 – 0 Þór
1-0 Ásgeir Marinó Baldvinsson(’34, sjálfsmark)

Afturelding 4 – 0 Þróttur V.
1-0 Javier Ontiveros Robles (‘9)
2-0 Javier Ontiveros Robles (’44)
3-0 Guðfinnur Þór Leósson (’75)
4-0 Javier Ontiveros Robles (’88)

Selfoss 0 – 1 Kórdrengir
0-1 Loic Ondo(’27, víti)

KV 1 – 3 Grindavík
1-0 Grímur Ingi Jakobsson(’43)
1-1 Aron Jóhannsson(’45)
1-2 Tómas Leó Ásgeirsson(’51)
1-3 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson(’59)

Vestri 4 – 1 Fjölnir
1-0 Nicolaj Madsen(’22)
2-0 Pétur Bjarnason(’35)
3-0 Vladimir Tufegdzic(’54, víti)
3-1 Lúkas Logi Heimisson(’68)
4-1 Pétur Bjarnason(’76)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

15 þúsund manns hvetja hann í að vera áfram

15 þúsund manns hvetja hann í að vera áfram
433Sport
Í gær

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Í gær

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Í gær

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“