Manchester United vann sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Liverpool á Old Trafford.
Um var að ræða fyrsta sigur Man Utd í deildinni í sumar undir stjórn Erik ten Hag.
Jadon Sancho og Marcus Rashford gerðu mörk Man Utd í 2-1 sigri en Mohamed Salah komst á blað fyrir Liverpool.
Ten Hag varð í kvöld fyrsti stjóri í sögu Man Utd til að vinna sinn fyrsta keppnisleik með liðinu gegn Liverpool.
Man Utd hefur ekki gengið vel gegn Liverpool undanfarin ár og er sigurinn í kvöld mjög þýðingarmikill.
1 – Erik ten Hag is the first Manchester United manager to secure his first ever competitive win with the club in a match against Liverpool. Arrived. pic.twitter.com/mvtOYYvmzL
— OptaJoe (@OptaJoe) August 22, 2022