fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Bandaríski landsliðsfyrirliðinn frá Chelsea á Old Trafford?

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 10:52

Christian Pulisic / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United íhugar að fá Christian Pulisic, kantmann Chelsea, til liðs við sig á láni. The Athletic greinir frá.

Pulisic gekk í raðir Chelsea árið 2019. Hann er hins vegar pirraður á stöðu sinni hjá félaginu og vill stærra hlutverk.

United þarf að styrkja sóknarlínu sína og gæti það að fá Pulisic á láni reynst góður kostur.

Framtíð Cristiano Ronaldo er í mikilli óvissu. Félagið gæti því þurft að reiða á menn eins og Anthony Martial og Marcus Rashford fram á við.

United hefur byrjað tímabilið í ensku úrvalsdeildinni afleitlega. Í fyrstu umferð tapaði liðið gegn Brighton, 1-2.

Í síðustu umferð var lið United svo gjörsamlega niðurlagt gegn Brentford. Þar tapaði það 4-0.

Pulisic er bandarískur landsliðsmaður og fyrirliði þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll