fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Mesta áhugamennska sem hefur sést á Íslandi – ,,Af hverju hætta þeir ekki bara núna?“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 12:30

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, sparkspekingur Þungavigtarinnar, lét í sér heyra í þætti föstudagsins og var harðorður í garð Þróttar Vogum.

Þróttur gerði stór mistök í síðasta leik sínum gegn HK er liðið þurfti að nota útileikmann í marki eftir meiðsli Rafal Stefáns Daníelssonar.

Rafal var eini markmaður Þróttar á skýrslu og eftir að hann meiddist þurfti Þróttur að setja útileikmann í markið í stöðunni 1-1.

HK var ekki í vandræðum eftir þessi skipti og skoraði þrjú mörk fyrir lokaflautið til að tryggja öruggan 4-1 sigur.

Mikael baunar á bæði Þrótt og Brynjar Þór Gestsson sem er þjálfari liðsins en hann ákvað að lána varamarkvörð liðsins fyrr á tímabilinu sem kom svo sannarlega í bakið á liðinu.

,,Já, ef þetta er rétt. Ég tek þetta á mig því ég ákvað að lána varamarkvörðinn? Er þá bara einn markmaður á æfingu spyr ég í fyrsta lagi – af hverju hætta þeir ekki bara núna og mæta í aðra deildina á næsta ári,“ sagði Mikael um hvort þetta hafi verið mesta áhugamennska sem hafi sést á Íslandi.

,,Þú getur mætt með einn markmann í leik en það er þá því hinn markmaðurinn er í banni, þú nærð ekkert auðveldlega í markvörð á miðju seasoni eða að markmaðurinn sé meiddur.“

,,Þegar þú lánar sjálfur varamarkmanninn þinn, það kemur ekki til greina. Varamarkmaður hvort sem það sé í efstu deild, fyrstu deild eða annarri deild þarf að vera með þokkalega góðan samning þó hann sé ekki að spila neitt.“

,,Það er bara þannig að það eru 16 leikir búnir, menn geta rifist um það hversu sterk deildin er, hún er ekkert slök en hún er ekkert stórkostleg. Þetta er fín deild en þeir eru með sex stig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vonast til að úrslitaleikur HM fari fram á nýjum heimavelli United

Vonast til að úrslitaleikur HM fari fram á nýjum heimavelli United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Í gær

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Í gær

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi