fbpx
Laugardagur 29.nóvember 2025
433Sport

Lýsir ömurlegri reynslu af Íslandi – „Ef hann drepst þá eru margir Pólverjar sem geta komið í staðinn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 09:30

Chris Jastrzembski / Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Jastrzembski, sem lék með Lengjudeildarliði Selfoss fyrri hluta tímabils, lýsir hræðilegri reynslu sinni frá Íslandi í viðtali við Gazeta

Jastrzembski gekk í raðir Selfoss í mars en lék aðeins níu leiki hér á landi. Hann er nú hjá Prey Veng FC í Kamdódíu.

,,Félagið kom verr fram við mig vegna þess að ég var með pólskt vegabréf,“ segir Chris. ,,Þetta er versta land sem ég hef komið til á ævi minni. Ég mun aldrei fara þangað aftur.“

,,Ég myndi ekki mæla með því að pólskir knattspyrnumenn leiti þangað á sínum ferli. Fólk er flokkað þarna. Félagið kom verr fram við mig en aðra vegna þess að ég var með pólskt vegabréf. Frá fyrsta degi hafði ég enga virðingu hjá þessu fólki.“

Jastrzembski var einnig með starf hjá Selfoss, á milli þess sem hann æfði og lék knattspyrnu. Eitt sinn var hann að setja saman vinnupall. Við það notaði hann stiga og fékk aðstoð frá konu á svæðinu sem hélt í stigann á meðan Jastrzembski var í honum.

,,Á þeim tíma kom yfirmaður á svæðinu til okkar og sagði konunni að það væri óþarfi fyrir hana að halda við stigann. Það væri lítill vindur á svæðinu og litlar líkur á því að stiginn myndi detta.“

Konan fór en Jastrzembski datt úr stiganum. Konan var miður sín er hún kom aftur til hans vegna þess sem hafði komið fyrir.

„Ég sagði henni að hafa ekki áhyggjur af þessu. Yfirmaðurinn kom stuttu seinna og sagði eitthvað við hana á íslensku sem ég skildi ekki.“

Konan sagði Jastrzembski svo frá því hvað yfirmaðurinn hafði sagt. „Fari hann til fjandans. Hann er bara Pólverji. Ef hann drepst þá eru margir Pólverjar sem geta komið í staðinn,“ á maðurinn að hafa sagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Annað stórlið horfir til Rashford ef Barcelona kaupir hann ekki af United

Annað stórlið horfir til Rashford ef Barcelona kaupir hann ekki af United
433Sport
Í gær

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar
433Sport
Í gær

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum