fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Landsliðið tekur þátt í Baltic Cup í nóvember

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla mun taka þátt í Baltic Cup 2022, en ásamt Íslandi taka Litháen, Eistland og Lettland þátt í mótinu.

Í undanúrslitum mætast Ísland og Litháen annars vegar og Lettland og Eistland hins vegar. Leikur Íslands og Litháen fer fram í Vilnius eða Kaunas, Litháen, á meðan leikur Lettlands og Eistlands fer fram í Riga, Lettlandi.

Undanúrslitin fara fram 16. nóvember á meðan úrslitaleikurinn og leikur um þriðja sætið fara fram 19. nóvember.

Þetta er í fyrsta sinn sem A landslið karla tekur þátt í mótinu sem hefur verið haldið reglulega frá árinu 1991. Mótið var sett á laggirnar fyrst árið 1928 og var það haldið nánast árlega til ársins 1940, en frá 1940-1991 fór það ekki fram í ljósi hernáms Sovétríkjanna á svæðinu. Ísland er aðeins fimmta þjóðin sem tekur þátt í mótinu, en Finnland hefur tekið tvisvar sinnum þátt.

Lettland hefur unnið keppnina oftast, eða 13 sinnum. Eistland eru núverandi meistarar, en mótið var haldið síðast árið 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum