fbpx
Fimmtudagur 02.febrúar 2023
433Sport

Saka fyrrum stjórn Barcelona um glæpsamlegt athæfi og vilja ógilda samning de Jong

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona hefur sagt Frenkie de Jong að þeir vilji ógilda núgildandi samning leikmannsins hjá félaginu og taka í gildi fyrri samning hans á ný. The Athletic fjallar um málið.

Börsungar vilja meina að ekki hafi allt verið með felldu þegar samningur de Jong við félagið var endurnýjaður haustið 2020. Núverandi stjórn, með Joan Laporta sem forseta, sakar fyrrum stjórn, þar sem Josep Maria Bartomeu var forseti, um glæmsamlegt athæfi í tengslum við endurnýjun samnings miðjumannsins.

Barcelona hefur reynt að losna við de Jong í sumar. Félagið vill selja hann og þar hefur Manchester United helst verið nefnt til sögunnar sem nýr áfangastaður Hollendingsins. Börsungar skulda honum hins vegar háar upphæðir í laun og er hann ekki til í að ganga burt frá þeim. Félagið hefur einnig reynt að fá de Jong til að taka á sig launalækkun.

Nú er sagt frá því að Barcelona hafi tilkynnt de Jong um miðjan síðasta mánuð að félagið hafi komist yfir sannanir þess efnis að maðkur hafi verið í mysunni þegar samningur hans var endurnýjaður í október 2020.

De Jong samþykkti þá að taka á sig launalækkun tímabilin 2020-2021 og 2021-2022. Það skilur 15,2 milljónir punda eftir til að greiða de Jong á næstu fjórum tímabilum.

Þrír aðrir leikmenn Barcelona gerðu slíkan samning við Barcelona einnig. Það eru þeir Gerard Pique, Marc-Andre ter Stegen og Clement Lenglet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dregið í riðla í undankeppni EM – Íslenska liðið mætir Tékkum á ný

Dregið í riðla í undankeppni EM – Íslenska liðið mætir Tékkum á ný
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Arsenal tók fram úr Neymar og Mbappe

Leikmaður Arsenal tók fram úr Neymar og Mbappe
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland og Portúgal mætast í beinni á morgun

Ísland og Portúgal mætast í beinni á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað: Vinurinn kastaði köku í frægan gest – Þeir hefðu aldrei getað séð viðbrögð hans fyrir

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað: Vinurinn kastaði köku í frægan gest – Þeir hefðu aldrei getað séð viðbrögð hans fyrir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Valur kynnir annan leikmann til leiks – Óliver mættur frá Atalanta

Valur kynnir annan leikmann til leiks – Óliver mættur frá Atalanta
433Sport
Í gær

Heldur sig heima hjá foreldrum sínum vegna áreitisins – Þetta gera aðdáendur Shakiru við hana á götum úti

Heldur sig heima hjá foreldrum sínum vegna áreitisins – Þetta gera aðdáendur Shakiru við hana á götum úti
433Sport
Í gær

Eru gjörsamlega brjálaðir út í þá fyrir vinnubrögðin í gær

Eru gjörsamlega brjálaðir út í þá fyrir vinnubrögðin í gær
433Sport
Í gær

Gamalt myndband af nýjustu stjörnunni veldur stuðningsmönnum áhyggjum

Gamalt myndband af nýjustu stjörnunni veldur stuðningsmönnum áhyggjum
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Vekur athygli á ný með afar djörfum myndum í áhugaverðum búningi

Sjáðu myndirnar: Vekur athygli á ný með afar djörfum myndum í áhugaverðum búningi