fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Besta deildin: Atli með þrennu gegn ÍBV – Skelfileg frammistaða FH

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR valtaði yfir ÍBV í Bestu deild karla í kvöld er liðin áttust við á Meistaravöllum í Vesturbæ.

Atli Sigurjónsson átti stórleik fyrir KR í kvöld en hann skoraði þrennu í sannfærandi 4-0 heimasigri.

Sigur KR var aldrei í hættu gegn ÍBV sem er í níunda sæti með 12 stig. KR er nú í því sjötta með 24.

Það gengur þá ekki neitt hjá FH sem steinlá heima gegn KA sem situr í öðru sætinu með 30 stig.

FH tapaði 3-0 heima gegn KA í kvöld og er með 11 stig í tíunda sæti deildarinnar, einu stigi á undan Leikni sem er í fallsæti.

Leiknir á hins vegar tvo leiki til góða á FH og getur komið sér í mun þægilegri stöðu.

KR 4 – 0 ÍBV
1-0 Sigurður Bjartur Hallsson (‘9)
2-0 Atli Sigurjónsson (’37)
3-0 Atli Sigurjónsson (’53)
4-0 Atli Sigurjónsson (’87)

FH 0 – 3 KA
0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’25)
0-2 Nökkvi Þeyr Þórisson (’39, víti)
0-3 Bryan Van Den Bogaert (’83)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum
433Sport
Í gær

Salah um rifrildið: ,,Ef ég tjái mig verður allt brjálað“

Salah um rifrildið: ,,Ef ég tjái mig verður allt brjálað“