fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Ronaldo brjálaðist og sagði hegðun fyrrum samherja til skammar – ,,Ég harðneitaði að gera það“

Victor Pálsson
Mánudaginn 1. ágúst 2022 11:11

Cristiano Ronaldo. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo var eitt sinn mjög reiður út í fyrrum samherja sinn Gary Neville er þeir áttust við á Spáni.

Ronaldo var þá leikmaður Real Madrid og Neville stjóri Sevilla en þeir voru á sínum tíma samherjar í Manchester United.

Valencia gerði 2-2 jafntefli við Real þetta kvöld en Ronaldo og félagar fengu lítið að spila fótbolta vegna ástand vallarins á Mestalla.

Neville og hans menn sáu til þess að grasið væri mjög langt og illa slegið fyrir kvöldið sem að lokum borgaði sig.

,,Við gerðum 2-2 jafntefli við Real Madrid og við vorum næstum búnir að vinna þetta seint, þetta var magnað kvöld,“ sagði Neville.

,,Rafa Benitez var stjóri Madríd á þessum tíma og þetta var hans síðasti leikur áður en hann var rekinn. Það sem ég man mest eftir var okkar leikplan að hafa gras vallarins mjög langt.“

,,Við vökvuðum ekki völlinn svo boltinn myndi ekki ferðast fljótt, í von um að stöðva Cristiano Ronaldo og Gareth Bale.“

,,Cristiano kom að mér fyrir leik og sagði að þetta væri til skammar, að við ættum að slá grasið. Ég harðneitaði að gera það. Það var ekki séns að hann gæti hlaupið með boltann þetta kvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar