fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Kristján heldur því fram að FH og KR eigi lítið af peningum

433
Mánudaginn 25. júlí 2022 17:00

Kristján Óli Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson segir að tvö af stærstu félögum Íslands í fótboltanum eigi lítið af peningum í bankabókinni.

Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í dag. „Það er vesen á tveimur risaliðum í Bestu deildinni, það eru FH og KR. Það er lítið til á bankabókinni, það kemur ekki lítið á óvart hjá FH enda ekki í Evrópukeppni, KR búnir sennilega að eyða Evrópupeningum sem þeir fá svo í haust,“ segir Kristján.

Bæði KR og FH hafa verið mikil vonbrigði í Bestu deildinni í sumar en hafa ekki styrkt leikmannahópa sína í glugganum sem lokast á morgun.

„Það er ekki skrýtið að liðin séu ekki að styrkja sig í glugganum því það er ekki til ein einasta króna,“ sagði Kristján Óli.

FH rak Ólaf Jóhannesson úr starfi þjálfara á dögunum en hann fær borgað næstu þrjá mánuðina. „Ég get staðfest það að Óli Jó fékk þriggja mánaða uppsagnarfrest í Krikanum og fékk fyrsta mánuðinn greiddan. Þeir þurfa hafsent en hafa ekki efni á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum