fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Dani Alves tekur óvænt skref á ferlinum

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. júlí 2022 12:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dani Alves, fyrrum leikmaður Barcelona, er alls ekki með það markmið að leggja skóna á hilluna.

Alves elskar sitt starf sem knattspyrnumaður en hann er orðinn 39 ára gamall og verður fertugur næsta sumar.

Hann spilaði með Barcelona frá janúar á stuttum samningi en spænska liðið ákvað að framlengja þann samning ekki.

Alves hefur nú skrifað undir samning í Mexíkó en hann er genginn í raðir Pumas þar í landi og gerir eins árs samning.

Alves er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona frá 2008 til 2016 en lék einnig með Juventus og Paris Saint-Germain í kjölfarið.

Þetta skref hefur komið mörgum á óvart en Pumas situr í áttunda sæti mexíkósku deildarinnar og er með fimm stig eftir fyrstu þrjá leiki sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið