fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Eiður Ben tekur að sér starf hjá KA

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 21:02

Eiður Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Ben Eiríksson hefur tekið að sér nýtt starf og mun hann sinna því á Akureyri.

Þetta kemur fram í tilkynningu KA í kvöld en Eiður mun þjálfa 3. flokk félagsins og tekur við af Óskari Bragasyni.

Eiður hóf sumarið sem þjálfari Þróttar Vogum en hafði áður gert það gott sem þjálfari meistaraflokk Vals í kvennaflokki.

Það gekk ekki nógu vel með Þrótt í sumar og eftir erfitt gengi var Eiður látinn fara.

Tilkynning KA:

iður Ben Eiríksson tekur við 3. flokk karla hjá okkur KA-mönnum í byrjun ágúst og þá mun hann koma inn í þjálfarateymi í öðrum flokkum félagsins í haust. Óskar Bragason var aðalþjálfari flokksins en hann lét af störfum á dögunum til að taka við liði Magna Grenivík.

Fannar Freyr Gíslason verður áfram í þjálfarateymi flokksins en gengi 3. flokks í sumar hefur verið mjög gott og tekur því Eiður við spennandi hóp.

Eiður Ben er 31 árs og hefur hann frá unglingsárum starfað við þjálfun. Í vetur var hann þjálfari meistaraflokks Þróttar Vogum en þar á undan var hann í þrjú ár hjá Val. Hjá Val var hann yfirþjálfari yngri flokka og meistaraflokksþjálfari hjá kvennaliði Vals. Eiður stýrði Val til Íslandsmeistaratitils síðasta haust sem og sumarið 2019.

Eiður er með UEFA A þjálfaragráðu og UEFA Youth Elite A ásamt því að vera í UEFA Pro námi sem er hæsta þjálfaragráða sem hægt er að fá. Þá kláraði hann einnig Sports Management frá Johan Cruyff Institute. Það er því mikill fengur að fá þennan reynslumikla og hæfa þjálfara til félagsins og erum við afar spennt fyrir samstarfinu með Eið. Velkominn norður!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“
433Sport
Í gær

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Í gær

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“