fbpx
Mánudagur 26.september 2022
433Sport

Haukur Páll tjáir sig eftir brottreksturinn – „Menn voru greinilega ekki sáttir með stöðuna“

433
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 15:05

Haukur Páll, fyrirliði Valsmanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson tók við Val af Heimi Guðjónssyni sem lét af störfum í gær. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé spenntur fyrir því að vinna með Ólafi á ný en hann muni hins vegar sjá á eftir Heimi.

Valur er í fimmta sæti Bestu deildar karla með 20 stig, fjórtán stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Það þykir ekki ásættanlegur árangur, enda leikmannahópurinn góður.

„Það er alltaf leiðinlegt að maður missi starfið sitt. Menn voru greinilega ekki sáttir með stöðuna. Það er leiðinlegt að missa Heimi, hann er algjör toppmaður, sigursælasti þjálfari Íslands og frábært að hafa unnið með honum,“ segir Haukur við Fréttablaðið.

Haukur er ekkert að spá í því sem er í gangi á bakvið tjöldin. „Ég styð bara við bakið á þeim þjálfara sem er með mig á hverjum tímapunkti. Ég einbeiti mér bara að fótboltanum og er aldrei að velta fyrir mér hvort það eigi að skipta um þjálfara. Ég mæti bara á æfingar og geri mitt besta. Það eina sem ég get gert er að hugsa um mig og reyna svo að aðstoða aðra leikmenn á vellinum.“

Ólafur er nú tekinn aftur við. Hann varð Íslandsmeistari með Val 2017 og 2018 og bikarmeistari 2015 og 2016. „Það gekk vel með Óla þegar hann var síðast hjá okkur. Nú þurfum við bara að snúa bökum saman. Óli er, eins og Heimir, algjör toppþjálfari. Þeir hafa unnið þetta allt saman. Við leikmenn þurfum líka að stíga upp. Við erum ekki ánægðir með mótið hingað til, en það er nóg eftir og hellingur að keppa að.“

Haukur segir að leikmenn þurfi að líta í eigin barm. „Ég held það sé oft gott að hver og einn líti inn á við og sjái hvað hann getur komið með að borðinu áður en maður fer að líta í kringum sig. Get ég æft meira? Hugsað betur um mig? Það eru alls konar litlir hlutir sem hver og einn þarf að pæla í. Svo þarf að standa saman í þessu. Það er hellingur eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndirnar – Gummi Hreiðars mættur að aðstoða Heimi í New York

Sjáðu myndirnar – Gummi Hreiðars mættur að aðstoða Heimi í New York
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kim Kardashian með stjörnu úr úrvalsdeildinni á Ítalíu – Rúrik á svæðinu

Kim Kardashian með stjörnu úr úrvalsdeildinni á Ítalíu – Rúrik á svæðinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valencia: Vonandi kemur hann til Manchester United

Valencia: Vonandi kemur hann til Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þjóðadeildin: Holland og Króatía í úrslit – Danir unnu Frakka

Þjóðadeildin: Holland og Króatía í úrslit – Danir unnu Frakka
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deild kvenna: Blikar töpuðu – KR fengið yfir 60 mörk á sig

Besta deild kvenna: Blikar töpuðu – KR fengið yfir 60 mörk á sig
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Maguire skýtur á ensku blöðin: Vilja smellina og fyrirsagnirnar

Maguire skýtur á ensku blöðin: Vilja smellina og fyrirsagnirnar
433Sport
Í gær

Markmiðið er að spila til fertugs

Markmiðið er að spila til fertugs
433Sport
Í gær

Réð ekki við pressuna eftir að hafa verið sá yngsti í sögunni – ,,Þetta voru vinir mínir sem ég hitti á hverjum degi“

Réð ekki við pressuna eftir að hafa verið sá yngsti í sögunni – ,,Þetta voru vinir mínir sem ég hitti á hverjum degi“