Ajax hefur staðfest það að félagið sé búið að samþykkja að selja varnarmanninn Lisandro Martinez til Manchester United.
Martnez hefur verið orðaður við England í marga daga en Arsenal sýndi honum einnig áhuga.
Nú hefur hollenska félagið staðfest að leikmaðurinn sé á förum og kostar hann 57 milljónir punda.
Martinez á eftir að klára læknisskoðun en hann mun gangast undir hana á allra næstu dögum.
Hann gerir fimm ára samning við Man Utd.