fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Ronaldo heldur sér í formi í skugga sögusagna – Stuttbuxurnar vekja athygli

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 10:41

Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni undanfarið.

Ronaldo vill komast frá Manchester United. Hann sneri aftur til félagsins í fyrra, tólf árum eftir að hann yfirgaf það fyrir Real Madrid. Sjálfur átti Portúgalinn fínasta tímabil en Man Utd hafnaði hins vegar í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Ronaldo hefur til að mynda verið orðaður við Bayern Munchen, Chelsea og Napoli. Chelsea hefur þó útilokað að fá hann til liðs við sig.

CNN í Portúgal sagði í gær frá því að félag í Sádi-Arabíu hafi boðið hinum 37 ára gamla Ronaldo svakalegan tveggja ára samning til að klára glæstan feril sinn. Hann hafnaði því hins vegar miðað við nýjustu fréttir.

Ronaldo fór ekki með Man Utd í æfingaferð til Asíu á dögunum. Sagt er að það sé af fjölskylduástæðum, þó það megi draga það í efa í ljósi sögusagna um framtíð leikmannsins.

Hann heldur sér nú sjálfur í formi og birti hann mynd af sér á æfingu á Instagram í gær. Það vakti athygli að hann er í Man Utd-stuttbuxum á myndinni. Hvort að það sé tilviljun eður ei verður að koma í ljós.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Í gær

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans