fbpx
Miðvikudagur 28.september 2022
433Sport

Rúnar Alex kemur Arnari til varnar eftir mikla gagnrýni

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 14:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður Arsenal, segist afar sáttur með að leika undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar hjá landsliðinu.

Arnar Þór tók við karlalandsliðinu árið 2020. Gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska síðan en Arnar hefur þó þurft að glíma við erfiðar aðstæður, þar sem lykilmenn hafa til að mynda margir hverjir ekki verið honum til taks.

„Ég dýrka það, mér finnst hann frábær þjálfari,“ sagði Rúnar Alex í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark, spurður út í hvernig það sé að spila undir stjórn Arnars.

„Hann er mjög skipulagður, taktískt er ég mjög ánægður með hann og svo er hann heiðarlegur, mér finnst það bara númer eitt, tvö og þrjú í fari þjálfara. Þú þarft ekkert að vera besti þjálfari í heimi eða hafa mestu þekkinguna um fótbolta. Þú þarft bara að vera góður í mannlegum samskiptum og heiðarlegur til þess að fá traust leikmanna, hann er það.“

Rúnar Alex Rúnarsson. Mynd/Getty

Rúnar segir að fólk þurfi að taka inn í myndina að Arnar hefur þurft að glíma við erfiðar aðstæður. „Hann þarf að fá tíma og hafa sama lið nokkra leiki í röð. Það er margt sem spilar þarna inn í. Auðvitað hefðu úrslitin mátt vera betri en hann var með glænýtt lið í hverjum einasta glugga, fjóra fimm glugga í röð. Það er ekkert auðvelt fyrir þjálfara að byrja upp á nýtt í hvert einasta skipti.“

„Við erum á réttri leið,“ sagði Rúnar einnig.

Rúnar segir að það myndi hjálpa landsliðinu ef umræðan í kringum það væri jákvæðari en hún hefur verið. „Við viljum vinna leiki á heimavelli, ná í þessi úrslit sem gullkynslóðin var að ná í og fara á stórmót. En það hjálpar okkur að umræðan sé góð. Þá er miklu auðveldara að gíra sig upp í leiki og ná í úrslit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Perraskapur fréttamans fór verulega í taugar hans – Góndi á rass kærustunnar

Perraskapur fréttamans fór verulega í taugar hans – Góndi á rass kærustunnar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leynilegt ástarsambandi í klefanum hjá Arsenal sem enginn hefur vitað um

Leynilegt ástarsambandi í klefanum hjá Arsenal sem enginn hefur vitað um
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar hreinskilinn varðandi stöðuna – „Ef ég á að vera heiðarlegur, já“

Arnar hreinskilinn varðandi stöðuna – „Ef ég á að vera heiðarlegur, já“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Markaskorari Íslands í kvöld – ,,Ég hafði engu að tapa“

Markaskorari Íslands í kvöld – ,,Ég hafði engu að tapa“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Guðlaugur Victor segir ástríðuna hafa skilað sínu – ,,Já þetta kallar maður liðsheild“

Guðlaugur Victor segir ástríðuna hafa skilað sínu – ,,Já þetta kallar maður liðsheild“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Reiður þrátt fyrir mjög góðan útisigur – ,,Langt frá því að vera hrifinn“

Reiður þrátt fyrir mjög góðan útisigur – ,,Langt frá því að vera hrifinn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu hvað gerðist: Aron Einar fékk rautt eftir 10 mínútur

Sjáðu hvað gerðist: Aron Einar fékk rautt eftir 10 mínútur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland ekki með á EM eftir jafntefli í Tékklandi

Ísland ekki með á EM eftir jafntefli í Tékklandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands í Albaníu – Tvær breytingar

Byrjunarlið Íslands í Albaníu – Tvær breytingar