Vonir Burnley um að ná að ráða Vincent Kompany sem stjóra félagsins eru ekki eins miklar á áður vegna vandræða með vegabréfsáritun hans.
Vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er það þrautinni þyngri að fá inn erlenda leikmenn og þjálfar.
Kompany vill flytja til Englands en þaðan er kona hans, hann sagði upp hjá Anderlecht í heimalandinu.
Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum en vandræðin með vegabréfsáritun Kompany hefur kveikt áhuga Nice í Frakklandi.
Nice hefur sett sig í samband við Kompany og hefur áhuga á að ráða hann til starfa. Óvíst er hvað Kompany gerir en samkvæmt enskum blöðum hefur hann rætt við Craig Bellamy um að gerast aðstoðarþjálfari sinn hjá Burnley.