Paul Pogba segist vera í leit að hamingju nú þegar hann hefur yfirgefið herbúðir MAnchester United. Pogba var hjá United í sex ár.
Mestar líkur eru á því að Pogba fari frítt til Juventus en þar var hann áður en hann kom til United árið 2016.
„Ég vil bara það besta fyrir mig, ég ætla að taka mér tíma og skoða aðeins það besta,“ sagði Pogba.
„Ég vil bara spila fótbolta, vera ég sjálfur og njóta þess sem ég geri.“
„Ég verð að njóta þess sem ég geri, annars spila ég ekki vel. Ég vil ekki hugsa neikvætt.“
„Við getum tapað leikjum og titlum en ég verð að vera glaður til þess að njóta mín. Ég leita að því.“