fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Gary í sjokki vegna ákvörðunar ÍBV um liðsfélaga sinn – „Ég mun aldrei skilja það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. júní 2022 08:45

Gary Martin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Selfoss fer afar vel af stað í Lengjudeild karla. Liðið er á toppi deildarinnar með 13 stig eftir fimm umferðir.

Gary Martin, sóknarmaður liðsins, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. Þar hrósaði hann liðsfélögum sínum í hástert.

Hann ræddi sér í lagi sóknarlínu liðsins sem samanstendur af honum, Gonzalo Zamorano og Hrvoje Tokic.

„Ég held að við séum með betri framlínu en sum liðin í efstu deild ef ég á að vera hreinskilinn. Hvernig ÍBV gat látið Gonzi (Gonzalo) fara, ég mun aldrei skilja það. Ég trúi ekki að þeir hafi ekki haldið honum,“ sagði Gary Martin.

Gonzalo var á mála hjá ÍBV í fyrra en Gary, sem er fyrrum leikmaður félagsins, sagðist hafa heyrt orðróm um að Spánverjinn væri á lausu.

„Ég heyrði orðróm í fyrra um að hann yrði ekki áfram svo ég sagði Deano (Dean Martin, þjálfara Selfoss) að við þyrftum að fá hann, ég vissi hvað hann gæti gert fyrir okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja bjóða United leikmann í skiptum til að fá Zirkzee

Vilja bjóða United leikmann í skiptum til að fá Zirkzee
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met